
Dramatíkin var í hámarki í Kórnum er HK tapaði 0-2 gegn Fylki í 20. umferð Lengjudeildarinnar. Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu undir lok leiks þegar Aron Kristófer Lárusson var dæmdur brotlegur í baráttu gegn Guðmundi Tyrfingssyni.
Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, var að vonum svekktur með úrslit leiksins og er óánægður með dóm Arnars Þórs dómara leiksins.
Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, var að vonum svekktur með úrslit leiksins og er óánægður með dóm Arnars Þórs dómara leiksins.
Lestu um leikinn: HK 0 - 2 Fylkir
„Í rauninni er boltinn bara á leiðinni í fangið á markmanninum og Aron er kominn fram fyrir hann.“
„Hvert einasta stig (telur), ég vil helst ekki segja neitt um þetta, það sjá allir sem vilja sjá þetta að þetta er ekki rétt.
Leikurinn var í járnum framan af.
„Í heildina erum með góða stjórn, þetta var frábær leikur hjá okkur. Ég er ótrúlega ánægður með liðið. Maður tekur mikið út úr þessum leik. Við vorum með leikinn undir stjórn, þrýstum þeim til baka og stoppuðum þá frá því að spila, þetta er rosalega svekkjandi.“
Sæti tvö til fimm fara í umspil um að komast í Bestu-deildina. Nú þegar tvær umferðir eru eftir er HK í fimmta sæti, með þriggja stiga forskot á Keflavík sem er sæti fyrir neðan.
„Þetta eru allt úrslitaleikir, við verðum að hugsa um sjálfa okkur. Þetta er í okkar höndum, þannig að við höldum ótrauðir áfram. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt tímabil og það heldur áfram.“
Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan og vítadóminn hér fyrir neðan.
Athugasemdir