Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 11:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Sveinn spáir í 21. umferð Bestu deildarinnar
Arnar Sveinn Geirsson.
Arnar Sveinn Geirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári, þjálfari Vestra.
Davíð Smári, þjálfari Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur og Breiðablik mætast undir ljósunum á Víkingsvelli.
Víkingur og Breiðablik mætast undir ljósunum á Víkingsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ná Valsmenn að halda í toppsætið?
Ná Valsmenn að halda í toppsætið?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besta deild karla heldur áfram að rúlla á morgun en núna eru aðeins tvær umferðir eftir fram að skiptingu. Á morgun byrjar 21. umferðin og Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, spáir í leikina sem eru framundan.

Afturelding 3 - 1 FH (14:00 á morgun)Afturelding gæti varla verið með bakið meira klesst við vegginn, nema auðvitað að þeir tapi þessum leik. FH hafa fengið 20 af sínum 26 stigum á grasinu sínu fagra í Hafnarfirði. Til að halda þessu faglegu að þá verður að taka þetta til greina, vegginn og gervigrasið, og þar af leiðandi vinnur Afturelding þennan leik 3-1, þó að Epic séu ósammála mér.

ÍBV 2 - 0 ÍA (14:00 á morgun)
ÍA hafa verið í veseni og munu því miður fyrir þá halda áfram að vera í veseni. ÍBV vinnur þennan leik þægilega 2-0 eftir að ÍA fær rautt spjald snemma og gefur sér smá andrými fyrir lokaleikinn á móti Breiðablik.

Vestri 2 - 1 KR (14:00 á morgun)
Þetta er svakalegur leikur. Vestri í bullandi baráttu um að halda sér í top 6 og sýna að leikurinn á móti Víkingi hafi í raun og veru bara verið bikarþynnka á meðan KR getur komið sér aðeins frá falldraugnum. Það er ekki hægt að segja að Vestri spili fótbolta sem henti KR og þeirra total football hugmyndafræði. Davíð Smári stóðst stóra prófið á Laugardalsvelli og ég held að hann nái að blása aftur lífi í sína menn. 2-1 sigur Vestra verður niðurstaðan.

Stjarnan 3 - 1 KA (17:00 á morgun)
Tvö lið sem eru góðum takti. Stjarnan búið að vinna 4 af síðustu 5 og KA ekki búnir að tapa síðustu 4. Stjarnan sótti leikmenn í glugganum og eru að senda skýr skilaboð - þeir ætla að láta reyna á þennan Íslandsmeistaratitil. Þar að auki eru þeir öflugir á heimavelli og því held ég að þetta verði of stór biti fyrir KA. Stjarnan vinnur 3-1.

Víkingur R. 2 - 1 Breiðablik (19:15 á morgun)
Breiðablik unnu síðast leik í deildinni 19. júlí á meðan Víkingar hafa verið ná takti og unnið síðustu tvo. Breiðablik eiga auðvitað góðar minningar úr Fossvoginum og eru með besta útivallar recordið í deildinni á meðan Víkingur er með næstbesta heimavöllinn á þessu ári. Þetta verður alvöru leikur og ekki ólíklegt að við sjáum rauð spjöld. En Blikarnir munu stimpla sig út úr baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn þar sem að Víkingur vinnur þennan leik 2-1.

Fram 0 - 3 Valur (19:15 á morgun)
Það eru tæpir tveir mánuðir síðan Fram vann síðast leik og nú hafa þeir tapað síðustu þremur. Það er eins og batteríið sé tómt hjá Fram. Remontada síðustu umferðar hjá Val mun gefa þeim mikið og þeir mæta á salatið með sjálfstraust og vinna þægilegan 0-3 sigur.

Fyrri spámenn:
Ási Haralds (5 réttir)
Eggert Aron (5 réttir)
Aron Guðmunds (4 réttir)
Atli Barkar (4 réttir)
Maggi Matt (4 réttir)
Eyþór Aron Wöhler (3 réttir)
Þór Llorens (3 réttir)
Reynir Haralds (2 réttir)
Adam Árni (2 réttir)
Gummi Júl (2 réttir)
Valur Gunnars (2 réttir)
Hinrik Harðar (2 réttir)
Einar Jónsson (2 réttir)
Halldór Smári (2 réttir)
Fanndís Friðriks (2 réttir)
Einar Freyr (2 réttir)
Andrea Rut (1 réttur)
Kári Sigfússon (1 réttur)
Leifur Þorsteins (1 réttur)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni eins og hún er akkúrat núna.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 20 12 4 4 51 - 31 +20 40
2.    Víkingur R. 20 11 5 4 38 - 25 +13 38
3.    Stjarnan 20 10 4 6 38 - 32 +6 34
4.    Breiðablik 19 9 5 5 34 - 29 +5 32
5.    FH 20 7 5 8 37 - 32 +5 26
6.    Vestri 20 8 2 10 21 - 23 -2 26
7.    KA 20 7 5 8 23 - 35 -12 26
8.    Fram 20 7 4 9 28 - 28 0 25
9.    ÍBV 20 7 4 9 21 - 27 -6 25
10.    KR 20 6 5 9 41 - 43 -2 23
11.    Afturelding 20 5 6 9 27 - 34 -7 21
12.    ÍA 19 5 1 13 20 - 40 -20 16
Athugasemdir
banner