Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
banner
   lau 30. ágúst 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hákon Arnar: Hann er besti hafsentinn í Man Utd
Leny Yoro.
Leny Yoro.
Mynd: EPA
Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson segist hafa séð það strax að varnarmaðurinn Leny Yoro yrði seldur frá Lille á stóra upphæð.

Yoro er einn efnilegasti miðvörður í heimi en hann var keyptur til Manchester United frá Lille síðasta sumar fyrir 52,2 milljónir punda.

Hákon spilaði með Yoro í eitt tímabil hjá Lille.

„Hann er tveimur árum yngri en ég. Hann var 18 ára þegar ég kom og maður sá strax hversu góður leikmaður hann var og hversu gáfaður hann er miðað við aldur," sagði Hákon.

„Hann er besti hafsentinn í United sem er risa fyrir hann. Maður sá það alveg að hann væri leikmaður sem yrði seldur á mikinn pening. Hann á eftir að gera vel í framtíðinni."



Athugasemdir