Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Matthías Guðmunds: Þetta átti að enda með marki
Donni: Reynir á að sýna kjark og dug
Ashley Brown um endurkomu til Íslands: Svo frábært að ég þurfti að koma aftur
Guðni Eiríksson: Sem betur fer þá hefur FH liðið að einhverju að keppa
Óskar Smári: Eina liðið sem vinnur leik komandi inn í neðri hlutan
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
   lau 30. ágúst 2025 22:41
Ívan Guðjón Baldursson
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur gaf kost á sér í viðtali eftir slæman tapleik í fallbaráttu Lengjudeildarinnar.

Lestu um leikinn: Völsungur 2 -  0 Grindavík

Grindavík tapaði 2-0 gegn Völsungi á Húsavík og er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsvæðið þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið á eftir að spila við toppbaráttulið ÍR og Njarðvíkur í tveimur síðustu umferðunum.

„Mér fannst þetta vera nokkuð jafn leikur bara fram og til baka og ágætis skemmtun, en fyrstu tvö skot Völsungs fara inn í markið okkar. Á sama tíma höfum við tonn af skallafærum og fullt af möguleikum til þess að skora en allt kemur fyrir ekki þannig að ég er svekktur. Þeir skapa sér einhver færi hérna í blálokin þegar við erum komnir allir fram en þeir komust í 2-0 úr tveimur hálffærum og það er blóðugt," sagði Halli að leikslokum.

„Völsungar fóru ekki yfir miðju í eitthvað korter þarna eftir fyrsta markið. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að gera eitthvað meira úr því. Að einhverju leyti verjast þeir bara vel en ég er hundsvekktur að hafa ekki skorað mörk í þessum leik og að hafa fengið tvö mörk á okkur í þessum leik finnst mér vera rannsóknarefni.

„Við horfum bara á næsta leik í þessu og við vitum það að við þurfum fleiri stig. Við erum ekki með stigafjölda sem dugar okkur þánnig við verðum að láta þetta gerast. Við eigum ÍR heima í næsta leik og við þurfum bara að vera klárir í hann. Við spiluðum að mörgu leyti vel í dag og getum byggt helling á því, en það er orðið þreytandi hvað við lekum mikið af mörkum og hvað þarf lítið til svo að við fáum á okkur mark. Ég er að óska eftir því frá mínum mönnum að vera sterkari í báðum teigunum."


Tveimur leikmönnum Grindavíkur var skipt af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Þeir hafa báðir verið að glíma við meiðsli að undanförnu og telur Halli ekki að um alvarleg meiðsli sé að ræða.
Athugasemdir
banner