Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 17:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Stórkostlegt sigurmark hjá Szoboszlai í stórleiknum
Szoboszlai fagnar markinu í dag
Szoboszlai fagnar markinu í dag
Mynd: EPA
Liverpool 1 - 0 Arsenal
1-0 Dominik Szoboszlai ('83 )

Liverpool og Arsenal mættust á Anfield í mikilvægum leik strax í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Arsenal varð fyrir áfalli snemma leiks þegar William Saliba þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Vörn Arsenal var þrátt fyrir það mjög sterk og kom í veg fyrir að Liverpool náði skoti á markið í fyrri hálfleik.

Eina skotið á markið í fyrri hálfleik kom eftir rúmlega tuttugu mínútna leik þegar Noni Madueke átti skot eftir hornspyrnu en Alisson sá við honum.

Eftir klukkutíma leik kom Liverpool boltanum í netið. Hugo Ekitike fylgdi á eftir skoti frá Florian Wirtz og skoraði en rangstaða dæmd.

Bæði lið fengu tækifæri til að skora í kjölfarið en þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma fékk Liverpool aukaspyrnu. Dominik Szoboszlai skoraði úr henni með stórkostlegu skoti, stöngin inn.

Arsenal vildi fá vítaspyrnu stuttu seinna þegar Eberechi Eze féll í teignum eftir baráttu við Joe Gomez en ekkert dæmt.

Liverpool tryggði sér frábæran sigur en Liverpool er á toppnum með níu stig eftir þrjár umferðir een Arsenal í þriðja sæti með sex stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 3 3 0 0 8 4 +4 9
2 Chelsea 3 2 1 0 7 1 +6 7
3 Arsenal 3 2 0 1 6 1 +5 6
4 Tottenham 3 2 0 1 5 1 +4 6
5 Everton 3 2 0 1 5 3 +2 6
6 Sunderland 3 2 0 1 5 3 +2 6
7 Bournemouth 3 2 0 1 4 4 0 6
8 Crystal Palace 3 1 2 0 4 1 +3 5
9 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
10 Nott. Forest 3 1 1 1 4 5 -1 4
11 Brighton 3 1 1 1 3 4 -1 4
12 Leeds 3 1 1 1 1 5 -4 4
13 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
14 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
15 Brentford 3 1 0 2 3 5 -2 3
16 West Ham 3 1 0 2 4 8 -4 3
17 Newcastle 3 0 2 1 2 3 -1 2
18 Fulham 3 0 2 1 2 4 -2 2
19 Aston Villa 3 0 1 2 0 4 -4 1
20 Wolves 3 0 0 3 2 8 -6 0
Athugasemdir