Aston Villa hefur nú formlega sett sig í samband við belgíska félagið Antwerp um markvörðinn Senne Lammens, skotmark Manchester United.
Man Utd hefur síðustu vikur verið að vinna í því að reyna fá Lammens frá Antwerp, en viðræðurnar hafa ekki beint gengið eins og í sögu.
Þetta hefur fengið United til að endurvekja áhuga sinn á Emiliano Martínez, markverði Villa, og ræða nú félögin um möguleg vistaskipti hans.
Aston Villa hefur brugðist við með því að fara á eftir Lammens, en Villa er komið í beint samband við Antwerp.
Diogo Costa hjá Porto er einnig á blaði hjá Villa, en þetta mun væntanlega taka aðeins skýrari mynd á sig þegar líður á daginn.
Athugasemdir