Danski framherjinn Rasmus Höjlund er á Ítalíu þessa stundina þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun áður en hann verður kynntur sem nýr leikmaður Napoli.
Ítalíumeistararnir eru búnir að ná samkomulagi við Manchester United um lánssamning fyrir Höjlund með árangurstengdri kaupskyldu.
Napoli borgar 6 milljónir evra fyrir lánssamninginn og mun svo festa kaup á Höjlund fyrir 44 milljónir til viðbótar ef félagið nær Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð. Mögulegt er að leikmaðurinn þurfi einnig að spila ákveðið magn leikja og jafnvel skora ákveðið magn marka til að virkja kaupskylduna.
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano hefur sett „here we go!" stimpilinn á félagaskiptin. Höjlund verður því að öllum líkindum nýr leikmaður Napoli fyrir gluggalok.
29.08.2025 21:15
Man Utd og Napoli ná samkomulagi um Höjlund
Athugasemdir