Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Matthías Guðmunds: Þetta átti að enda með marki
Donni: Reynir á að sýna kjark og dug
Ashley Brown um endurkomu til Íslands: Svo frábært að ég þurfti að koma aftur
Guðni Eiríksson: Sem betur fer þá hefur FH liðið að einhverju að keppa
Óskar Smári: Eina liðið sem vinnur leik komandi inn í neðri hlutan
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
   lau 30. ágúst 2025 22:03
Ívan Guðjón Baldursson
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson svaraði spurningum eftir gífurlega dýrmætan sigur Völsungs í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Völsungur 2 -  0 Grindavík

Völsungur vann 2-0 í fallbaráttuslag gegn Grindavík sem kemur Húsvíkingum í frábæra stöðu. Sigurinn fleytir þeim fimm stigum uppfyrir fallsæti þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildartímabilinu. Völsungur er þar með svo gott sem búinn að forðast fall úr deildinni.

Völsungur tapaði 7-2 gegn Keflavík í síðustu umferð.

„Ég er mjög ánægður með sigurinn. Það er svolítill munur á því að fara til Keflavíkur og fá á sig sjö mörk og að halda hreinu á heimavelli í næsta leik," sagði Alli Jói, sem er ánægður að losna undan fallbaráttunni.

„Ég ætla ekki að vera það hrokafullur að standa hérna og segja það að Völsungur átti ekki að vera í einhverri fallbaráttu eða séu stærri og meiri en einhverjir aðrir. Þetta er bara hörkuerfitt mót og ég væri til í að vera með fleiri stig á þessum tímapunkti. Auðvitað gæti vel verið að við höfum líka náð í einhver stig sem við áttum ekki skilið, ég veit það ekki.

„Í grunninn er ég ánægður með að umtalið um Völsung hefur breyst. Fyrir tímabilið vorum við ekki taldir líklegir, við áttum ekki að gera mikla hluti. Við áttum að falla í tólfta sæti. Menn fóru að rifja upp síðast þegar við vorum í deildinni og hvort við næðum að toppa það. Við notuðum þetta svolítið sem bensín fyrir okkur í sumar."


Alli Jói ræddi að lokum um Inigo Albizuri sem fór meiddur af velli snemma leiks í dag. Hann verður líklega ekki með í síðustu tveimur umferðum sumarsins.

„Ég kíkti á hann á sjúkrahúsinu áðan en hann fór bara úr axlarlið. Hann er svo ægilega mikill stríðsmaður að hann sjálfsögðu ætlaði bara að spila áfram. Hann fór hreint úr lið og er kominn aftur í lið, svo kemur bara í ljós hvað framhaldið ber í skauti sér með það."
Athugasemdir
banner