Pep Guardiola, stjóri Manchester City, sagði leikmenn sína hafa gleymt því hvernig eigi að spila fótbolta er liðið tapaði fyrir Brighton, 2-1, á AMEX-leikvanginum í dag.
Erling Braut Haaland sá til þess að koma Man City í forystu í leiknum en í þeim síðari fengu Brighton-menn vítaspyrnu sem James Milner skoraði úr og lifnaði liðið við það.
Brajan Gruda tryggði síðan sigurinn undir lok leiks, en Guardiola segir jöfnunarmarkið hafa gjörbreytt leiknum.
„Leikurinn breyttist eftir að þeir skora. Við vorum ótrúlega góðir fram að markinu, fengum færi og spiluðum bara góðan leik, en því miður tókst okkur ekki ætlunarverk okkar.“
„Við spiluðum vel fyrstu fimmtán mínúturnar en síðan fáum við á okkur mark og gleymum því hvernig skal spila fótbolta. Því miður var þetta síðan vítaspyrnu og við gleymdum hvernig átti að spila. Allir gera skiptingar til að verða betri og það voru ekki þær sem breyttu leiknum heldur var það markið.“
„Brighton setti í næsta gír og við byrjuðum að hengja löngum boltum í stað þess að spila. Það er nákvæmlega það sem gerðist.“
Guardiola var spurður út í það hvort hann væri að hugsa um titilbaráttu eftir þennan leik, en hann sagði þetta ekki rétta tímapunktinn til að spá í því.
„Gefðu okkur smá tíma. Það eru bara þrír leikir búnir,“ sagði Guardiola.
Athugasemdir