Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 14:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Grimsby gerði grín að Amorim
Mynd: EPA
D-deildarlið Grimsby nýtur þess mikið þessa dagana að hafa slegið Man Utd úr leik í enska deildabikarnum á dögunum.

Grimsby komst tveimur mörkum yfiir en Man Utd kom til baka og jafnaði metin en Grimsby hafði betur í vítaspyrnukeppni.

Það hefur verið gert mikið grín að Ruben Amorim þar sem hann sást prófa taktík með seglum í miðjum leik. Grimsby gerði grín að því í dag.

Félagið deildi myndbandi af manni sitja á varamannabekk með seglana. „Ég er bara að fara yfir uppstillingu Grimsby gegn Bristol Rovers í dag," sagði maðurinn.

Hann fór yfir byrjunarliðið en það eru fjórar breytingar frá sigrinum gegn Man Utd. Jason Daði Svanþórsson er ekki enn klár í slaginn en hann er á meiðslalistanum.

Grimsby Town official account announces today's lineup vs Bristol Rovers
byu/kibme37 insoccer

Athugasemdir
banner
banner