Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 17:11
Ívan Guðjón Baldursson
Sigdís Eva kom inn í sigri - Slæmur dagur fyrir Íslendingana
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það var nóg að frétta í dag hjá Íslendingunum sem leika erlendis þar sem Sigdís Eva Bárðardóttir kom inn af bekknum í sigri Norrköping í efstu deild sænska boltans.

Bryndís Arna Níelsdóttir kom einnig við sögu í 3-1 tapi Växjö á meðan Alexandra Jóhannsdóttir og Guðný Árnadóttir steinlágu á heimavelli með Kristianstad gegn AIK.

Þetta er skellur fyrir Kristianstad sem er sjö stigum frá þriðja sæti deildarinnar eftir þetta tap. Í næstefstu deild var Eyrún Embla Hjartardóttir í byrjunarliðinu hjá varaliði Häcken sem steinlá gegn Örebro.

FC Bayern vann þá úrslitaleik þýska Ofurbikarsins en Glódís Perla Viggósdóttir var ekki með. Lára Kristín Pedersen og stöllur í Club Brugge unnu þá æfingaleik gegn Feyenoord á meðan Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur í liði Freiburg gerðu jafntefli við Dijon.

Í næstefstu deild í Danmörku unnu Íslendingalið FC Kaupmannahafnar og Österbro sigra á heimavelli í þriðju umferð.

Að lokum var Marie Jóhannsdóttir á bekknum er Molde rúllaði yfir Start í næstefstu deild norska boltans. Molde er í harðri toppbaráttu um sæti í efstu deild, tveimur stigum á eftir toppliði Álasunds sem stendur.

Kristianstad 0 - 3 AIK

Malmö 3 - 1 Vaxjö

Pitea 1 - 2 Norrköping

Örebro 4 - 0 Hacken B

FC Bayern 4 - 2 Wolfsburg

Club Brugge 3 - 1 Feyenoord

Freiburg 1 - 1 Dijon

FC Kaupmannahöfn 3 - 0 Næstved

Österbro 1 - 0 AaB

Molde 4 - 1 Start

Athugasemdir