
María Catharina Ólafsdóttir Gros skoraði annan leikinn í röð er Linköping vann mikilvægan 2-1 sigur á Alingsås í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
María hefur reynst Linköping ótrúlega dýrmæt á tímabilinu sem hefur verið í svakalegri baráttu á botni deildarinnar.
Hún skoraði í 3-0 sigri Linköping í síðustu umferð og gerði þá fyrra markið í sigrinum í dag.
Það var fjórða mark hennar í deildinni, en Linköping er í næst neðsta sæti með 11 stig, sex stigum frá öruggu sæti.
Daníela Dögg Guðnadóttir var ónotaður varamaður í 2-1 tapi Álasunds gegn Haugesund í toppslag í B-deildinni í Noregi. Haugesund fór upp fyrir Álasund og á toppinn með sigrinum, en Álasund er í öðru sæti, nú þremur stigum frá toppnum.
Athugasemdir