Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 15:43
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Dramatískur endir í Wolfsburg
Mynd: EPA
Wolfsburg 1 - 1 Mainz
1-0 Aaron Zehnter ('9 )
1-1 Nadiem Amiri ('89 , víti)

Wolfsburg og Mainz sættust á að deila stigunum í 1-1 jafntefli á Volkswagen Arena í Wolfsburg í dag.

Heimamenn í Wolfsburg komust yfir á 9. mínútu. Króatinn Lovro Majer kom með sendingu út á vinstri vænginn á Aaron Zehnter sem tók eina snertingu áður en hann skaut föstu skoti, sem hafði viðkomu af varnarmanni og í netið.

Mainz fór að hóta marki á lokamínútunum. Dominik Kohr stangaði boltanum í stöng á 80. mínútu og þá varði Kamil Grabara frábærlega frá Armindo Sieb fjórum mínútum síðar.

Gestirnir náðu loksins að jafna metin þegar varnarmaður Wolfsburg handlék boltann í teignum og var það Nadiem Amiri sem skoraði jöfnunarmarkið úr spyrnunni.

Seint í uppbótartíma var Sieb hársbreidd frá því að tryggja Mainz stigin þrjú en tilraun hans hafnaði í þverslá og aftur fyrir endamörk. Góður lokakafli hjá Mainz-liðinu sem er eflaust svekkt að hafa ekki unnið leikinn miðað við færin sem þeir fengu í lokin.

Wolfsburg er í 4. sæti með 4 stig en Mainz að sækja fyrsta stig sitt á tímabilinu.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 2 2 0 0 9 2 +7 6
2 Eintracht Frankfurt 2 2 0 0 7 2 +5 6
3 Köln 2 2 0 0 4 0 +4 6
4 Dortmund 2 1 1 0 6 3 +3 4
5 St. Pauli 2 1 1 0 5 3 +2 4
6 Wolfsburg 2 1 1 0 4 2 +2 4
7 Augsburg 2 1 0 1 5 4 +1 3
8 Stuttgart 2 1 0 1 2 2 0 3
9 Hoffenheim 2 1 0 1 3 4 -1 3
10 Union Berlin 2 1 0 1 2 4 -2 3
11 RB Leipzig 2 1 0 1 2 6 -4 3
12 Leverkusen 2 0 1 1 4 5 -1 1
13 Mainz 2 0 1 1 1 2 -1 1
14 Gladbach 2 0 1 1 0 1 -1 1
15 Hamburger 2 0 1 1 0 2 -2 1
16 Werder 2 0 1 1 4 7 -3 1
17 Heidenheim 2 0 0 2 1 5 -4 0
18 Freiburg 2 0 0 2 1 6 -5 0
Athugasemdir
banner