Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 16:55
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Stefán Teitur byrjaði í tapi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Heimasíða Norwich City
Leikjum dagsins er lokið í ensku Championship deildinni þar sem Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Preston North End í tapi á útivelli gegn Portsmouth.

Portsmouth hafði betur í nokkuð jöfnum leik og er þetta fyrsta tap Preston á deildartímabilinu. Bæði lið eiga 7 stig eftir 4 umferðir.

Nat Phillips, fyrrum varnarmaður Liverpool, skoraði þá eina mark leiksins í sigri West Bromwich Albion á útivelli gegn Stoke City. West Brom er í öðru sæti deildarinnar með 10 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Middlesbrough sem er með fullt hús stiga. Stoke er í þriðja sæti eftir tapið, einu stigi á eftir West Brom.

Emil Riis skoraði þá tvennu í sigri Bristol City á meðan Josh Sargent gerði bæði mörk Norwich á útivelli gegn Blackburn Rovers.

Rhian Brewster og Jack Clarke skoruðu þá sitthvort markið í jafnteflisleik á milli Ipswich Town og Derby County.

Southampton komst tvisvar yfir en endaði á að gera jafntefli gegn Watford á meðan Wrexham lagði Millwall að velli í sínum fyrsta deildarsigri á tímabilinu. Wrexham er með fjögur stig eftir fjórar umferðir.

Millwall 0 - 2 Wrexham
0-1 Kieffer Moore ('58 )
0-2 Lewis O'Brien ('90 )

Watford 2 - 2 Southampton
0-1 Cameron Archer ('10 )
1-1 Kwadwo Baah ('65 )
1-2 Ryan Manning ('78 )
2-2 Nestory Irankunda ('81 )

Middlesbrough 1 - 0 Sheffield Utd
1-0 Tommy Conway ('64 )

Bristol City 4 - 2 Hull City
0-1 Joe Gelhardt ('3 )
1-1 Emil Riis ('18 )
2-1 Anis Mehmeti ('32 )
3-1 Emil Riis ('42 )
4-1 Max Bird ('78 )
4-2 Kyle Joseph ('90 )

Blackburn 0 - 2 Norwich
0-1 Josh Sargent ('45 , víti)
0-2 Josh Sargent ('90 )
Rautt spjald: Sean McLoughlin, Blackburn ('44)

Oxford United 2 - 2 Coventry
0-1 Haji Wright ('12 )
1-1 Will Lankshear ('19 )
1-2 Victor Torp ('37 )
2-2 Cameron Brannagan ('75 )

Ipswich Town 2 - 2 Derby County
1-0 Jacob Greaves ('33 )
1-1 Carlton Morris ('50 , víti)
1-2 Rhian Brewster ('70 )
2-2 Jack Clarke ('90 , víti)

Portsmouth 1 - 0 Preston NE
1-0 Andre Dozzell ('41 )

Stoke City 0 - 1 West Brom
0-1 Nat Phillips ('14 )
Athugasemdir
banner