Marco Silva, stjóri Fulham, var alls ekki sáttur eftir 2-0 tap liðsins gegn Chelsea á Stamford Bridge í dag.
Mark var dæmt af Fulham í stöðunni 0-0 þegar Rodrigo Muniz var dæmdur brotlegur en Silva var ekki sáttur með þann dóm.
Mark var dæmt af Fulham í stöðunni 0-0 þegar Rodrigo Muniz var dæmdur brotlegur en Silva var ekki sáttur með þann dóm.
„Við vorum stórkostlegir í fyrri hálfleik. Ég sagði við leikmenn að við gætum ekki stjórnað ákvörðunum dómaranna en það er ótrúlegt hvernig menn geta dæmt svona mark af," sagði Silva.
„Enzo líður líklega ekki eins og mér. Ég vil helst ekki segja meira því mér verður refsað. Ég vil vera á bekknum í næsta leik, ég vil ekki borga sekt, ég vil hjálpa leiikmönnunum mínum."
„Byrjunin á þessu tímabili hefur verið mjög erfið þar sem margar ákvarðanir hafa verið á móti okkur."
Athugasemdir