21.umferð Bestu deildar karla heldur áfram að rúlla. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautar til leiks á Samsungsvellinum í Garðabæ klukkan 17:00 þegar Stjarnan tekur á móti KA.
Bæði liðin unnu í síðustu umferð. Stjarnan vann KR 2-1 og KA vann Fram 2-0. Byrjunarliðin fyrir leikinn í dag hafa verið opinberuð.
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 2 KA
Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gerir engar breytingar frá sigrinum gegn Fram í síðustu umferð.
Þegar þessi frétt er skrifuð hefur ekki verið opinberað lið Stjörnunnar.
UPPFÆRT 16:31 - Jökull Elísarbetarson hefur opinberað byrjunarliðið sitt og gerir hann tvær breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn KR. Þorri Mar Þórisson og Jóhann Árni Gunnarsson koma inn í liðið. Örvar Logi Örvarssson fær sér sæti á bekknum og þá er Daníel Finns Matthíasson ekki með en hann varð fyrir slæmum meiðslum gegn KR.
Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Þorri Mar Þórisson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
15. Damil Serena Dankerlui
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
23. Benedikt V. Warén
29. Alex Þór Hauksson
44. Steven Caulker
99. Andri Rúnar Bjarnason
Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Jóan Símun Edmundsson
8. Marcel Ibsen Römer
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
17. Birnir Snær Ingason
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Guðjón Ernir Hrafnkelsson