Nicolas Jackson er á leið til Bayern Munchen á láni frá Chelsea.
Bayern borgar um 13 milljónir punda til að fá hann á láni. Þá mun félagið þurfa að borga um 56 milljónir punda (65 milljónir evra) til að festa kaup á honum.
Chelsea mun þá fá ákveðna prósentu af næstu sölu. Jackson mun skrifa undir fimm ára samning við Bayern ef kaupin fara í gegn eftir tímabilið.
Bayern borgar um 13 milljónir punda til að fá hann á láni. Þá mun félagið þurfa að borga um 56 milljónir punda (65 milljónir evra) til að festa kaup á honum.
Chelsea mun þá fá ákveðna prósentu af næstu sölu. Jackson mun skrifa undir fimm ára samning við Bayern ef kaupin fara í gegn eftir tímabilið.
Þessi 24 ára gamli framherji tjáði Chelsea fyrr í þessum mánuði að hann vildi skoða sína möguleika eftir að félagið nældi í Joao Pedro og Liam Delap í sumar.
Hann er ekki í leikmannahópi Chelsea sem er að spila gegn Fulham þessa stundina.
Athugasemdir