William Saliba, miðvörður Arsenal, lauk leik gegn Liverpool eftir aðeins fimm mínútur á Anfield í dag.
Frakkinn virtist finna eitthvað til í ökkla í byrjun leiksins og gaf merki um að hann gæti ekki haldið leik áfram.
Cristian Mosquera kom inn á í hans stað, en þetta verður að teljast þungt högg fyrir Arsenal-menn sem treysta mikið á gæði hans í vörninni.
Arsenal er án Bukayo Saka sem er að glíma við meiðsli og þá er Martin Ödegaard búinn að vera tæpur. Norðmaðurinn er á bekknum í dag.
Mosquera kom til Arsenal frá Valencia í sumar og er að spila annan deildarleik sinn.
We've been forced into any early change...
— Arsenal (@Arsenal) August 31, 2025
?? Saliba
???? Mosquera
???? 0-0 ?? (5) pic.twitter.com/3zl6p7lpip
Athugasemdir