Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Matthías Guðmunds: Þetta átti að enda með marki
Donni: Reynir á að sýna kjark og dug
Ashley Brown um endurkomu til Íslands: Svo frábært að ég þurfti að koma aftur
Guðni Eiríksson: Sem betur fer þá hefur FH liðið að einhverju að keppa
Óskar Smári: Eina liðið sem vinnur leik komandi inn í neðri hlutan
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
banner
   lau 30. ágúst 2025 21:06
Sigurjón Árni Torfason
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórsarar höfðu unnið fimm leiki í röð fyrir tapið á Selfossi.
Þórsarar höfðu unnið fimm leiki í röð fyrir tapið á Selfossi.
Mynd: Ármann Hinrik

Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  2 Þór

Þór fór í heimsókn á Selfoss í dag á JÁVERK-völlinn í 20. umferð Lengjudeildar karla.

Þór hefur verið á mjög góðu skriði að undanförnu og var með fimm sigra í röð fyrir leikinn í dag, en lenti í basli á Selfossi og tapaði að lokum 3-2.

„Svekktur með daginn í dag bara frá A til Ö, það er svona sem stendur uppúr," sagði Sigurður Höskuldsson þjálfari Þórs svekktur að leikslokum.

Þórsarar byrjuðu leikinn vel en áttu erfitt uppdráttar í seinni hálfleik.

„Við verjumst illa gegn því sem þeir kasta á okkur og byrjum seinni hálfleikinn með alltof lágt tempó. Við erum steinsofandi þegar við komum út í seinni og gefum þeim gjörsamlega frumkvæðið í leiknum. Við vitum að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og eru búnir að eiga flottar frammistöður. Þeir eru búnir að leggja sig fram og fengu innspítingu í Jóni Daða sem hefur fleytt einhverjum krafti í þá. Við leyfðum þeim að nýta þann kraft og keyra yfir okkur hér í byrjun seinni hálfleiks sem er hrikalega svekkjandi og ekki það sem við ætluðum okkur."

Einar Freyr Halldórsson er að fara í U19 ára verkefni og verður þar af leiðandi ekki með Þór gegn fjölni þann 6. september.

„Það var ekki í boði að vera að færa einn leik eitthvað til, við erum með nógu stóran hóp til að díla við þetta."

Einhver umræða hefur verið um hvort það ætti ekki að fresta eða færa leiki fyrir lið sem eru með leikmenn sem eru að fara í landsliðsverkefni.

„Mér hefur fundist eins og KSÍ hefði kannski átt að breyta mótinu í kringum þetta og færa alla leikina, ekki setja þetta í hendurnar á liðunum. En nei, nei. Ég er ekkert ósáttur við það."


Athugasemdir