Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
West Ham hafði mikinn áhuga en Victor fer til Forest
Mynd: EPA
John Victor, markvörður Botafogo, er á leið til Nottingham Forest en hann hóf læknisskoðun hjá félaginu í gær.

Brasilíski markvörðurinn var undir smásjá West Ham í allt sumar. West Ham ákvað að festa kaup á Mads Hermansen en Graham Potter vildi ólmur fá danska markvörðinn frá Leicester.

Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá West Ham og félagið skoðaði það aftur að fá Victor en nú er hann á leið til Nottingham Forest.

John Victor var valinn sem brasilíski leikmaður ársins á síðustu leiktíð í heimalandinu, en hann er 29 ára gamall og fullur sjálfstrausts eftir frábært tímabil.
Athugasemdir