Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Liverpool undirbýr mettilboð í Isak
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Liverpool er að undirbúa mettilboð í Alexander Isak, Rasmus Höjlund nálgast Napoli, Dortmund hafnaði tilboði Brentford og Oleksandr Zinchenko gæti yfirgefið Arsenal.

Liverpool er að undirbúa 130 milljón punda tilboði í Alexander Isak, 25, framherja Newcastle. Tilboðið inniheldur allskonar aukagreiðslur en Isak yrði dýrasti leikmaður í sögu Bretlands. (Telegraph)

Man Utd hefur samþykkt að senda Rasmus Höjlund, 22, á lán til Napoli með kaupskyldu sem hljóðar upp á 38 milljónir punda. (Athletic)

Dortmund hafnaði 45 milljón punda tilboði Brentford í þýska framherrjann Max Beier. (Athletic)

Christoph Baumgartner, 26, sóknarsinnaður miðjumaður Leipzig, er efstur á óskalista Crystal Palace. (Sky Sports)

Crystal Palace hefur gert 8 milljón punda tilboð í David Brooks, 28, vængmann Bournemouth en félagið vill ekki missa hann. (Sun)

Roma hefur gert tilboð í Tyrique George, 19, leikmann Chelsea. Fulham Crystal Palace og Bayern Munchen eru einnig að fylgjast með gangi mála hjá leikmanninum. (Sky Sports)

Milan er að reyan fá Manuel Akanji, 30, frá Man City. Crystal Palace hefur einnig áhuga á svissneska landsliðsmanninum. (Sky Sports)

Axel Disasi, varnarmaður Chelsea, er á óskalista Mónakó en félagið vonast til að fá hann á láni. Bournemouth og Aston Villa hafa einnig áhuga á honum. (Footmercato)

Liverpool og Roma eru á lokametrunum í viðræðum um Kostas Tsimikas, hann mun fara á lán til Roma. (Gianluca di Marzio)

Marseille hefur áhuga á Oleksandr Zinchenko, 28, leikmanni Arsenal en launakröfurnar gætu sett strik í reikninginn.

Gianluigi Donnarumma vonast til að komast í burtu frá PSG fyrir lok félagaskiptagluggans. Það er ónefnt félag í úrvalsdeildinni sem hefur áhuga á þessum 26 ára gamla ítalska markverði ásamt Man City. (Sky Sports)

Milan hafnaði lánstilboði frá Bournemouth í spænska bakvörðinn Alex Jimenez, 20, en það var einnig kaupmöguleiki upp á 17 milljónir punda í samningnum. (La Gazzetta dello Sport)
Athugasemdir
banner