Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   fös 29. ágúst 2025 23:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Fyrsti sigur Valencia á tímabilinu
Hugo Duro
Hugo Duro
Mynd: EPA
Valencia nældi í sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið vann Getafe í kvöld.

Mouctar Diakhaby kom Valencia yfir þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Arnaut Danjuma bætti öðru markinu við snemma í seinni hálfleik með góðu skoti í fjærhornið eftir skyndisókn.

Leikmenn Getafe reyndu hvað þeir gátu að koma sér aftur inn í leikinn en Hugo Duro innsiglaði sigur Valencia í blálokin eftir skynisókn.

Valencia er með fjögur stig eftir þrjár umferðir en Getafe er með sex stig.

Nýliðar Elche byrja tímabilið mjög vel en liðið vann Levante í nýliðaslag. Elche er með fimm stig en liðið hefur gert jafntefli gegn Betis og Atletico. Levante er án stiga.

Elche 2 - 0 Levante
1-0 Rafa Mir ('46 )
2-0 Rodrigo Mendoza Martinez Moya ('51 )

Valencia 3 - 0 Getafe
1-0 Mouctar Diakhaby ('30 )
2-0 Arnaut Danjuma ('54 )
3-0 Hugo Duro ('90 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner
banner