Arne Slot hefur gert Andy Robertson að varafyrirliða Liverpool eftir að Trent Alexander-Arnold yfirgaf félagið í sumar.
Virgil van Dijk er fyrirliði liðsins en Alexander-Arnold var varafyrliðinn en hann ákvað að yfirgefa félagið í sumar og semja við Real Madrid. Slot sagði að það væri nátturulegt að Robertson myndi taka við.
Virgil van Dijk er fyrirliði liðsins en Alexander-Arnold var varafyrliðinn en hann ákvað að yfirgefa félagið í sumar og semja við Real Madrid. Slot sagði að það væri nátturulegt að Robertson myndi taka við.
„Hann hefur spilað hérna í mörg ár, unnið deildina tvisvar. Þetta var Van Dijk, Trent, Robertson og Mo Salah á síðustu leiktíð. Trent fór svo þetta var það rökrétta í stöðunni," sagði Slot.
„Hann er mjög góður leikmaður, spilar marga leiki, veit hvað þarf til, þekkir kúltúrinn. Fyrir utan gæðin inn á vellinum spilar hann líka stóra rullu í kúltúrnum okkar hér. Sem er, eins og ég hef oft sagt, stærsta gjöfin sem ég gat fengið frá Klopp."
Hlutverk Robertson hefur minnkað inn á vellinum með komu Milos Kerkez en Robertson er kostur númer tvö í vinstri bakverðinum. Kostas Tsimikas mun líklega yfirgefa félagið fyrir lok félagaskiptagluggans.
Athugasemdir