Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   mið 06. ágúst 2025 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Everton í viðræðum við Man City
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: EPA
Everton hefur hafið viðræður við Manchester City um möguleg félagaskipti Jack Grealish.

Þetta segir David Ornstein hjá The Athletic og þá er hægt að treysta því að það sé rétt.

Everton er að leita að styrkingu fram á við og hefur spurst fyrir um að fá Grealish á láni út komandi keppnistímabil.

Þetta er allt saman talið flókið og á þessu stigi er óvíst hvort að hægt verði að ganga frá þessu, en viðræður eru í gangi.

Hinn 29 ára gamli Grealish er ekki í plönum Man City en hann byrjaði aðeins sjö leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Grealish gekk í raðir Man City frá Aston Villa sumarið 2021 fyrir 100 milljónir punda.
Athugasemdir
banner