Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   fim 05. júní 2025 19:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Willum: Munum sjá Birmingham í úrvalsdeildinni á innan við fimm árum
Mynd: Birmingham City
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Skotlandi í æfingaleik ytra á morgun. Fótbolti.net ræddi við WIllum Þór Willumsson, leikmann Birmingham á Englandi um leikinn.

„Það er mikil stemning í kringum fótboltann þannig það ætti að vera góð stemning á vellinum. Þeir eru æstir í fótbolta," sagði Willum Þór.

„Þeir eru með flotta leikmenn í öllum stöðum og nokkra leikmenn sem voru að koma úr hörku tímabili. Það er gaman að spila við góð lið og reyna sig á móti þeim bestu."

Willum átti gott tímabil með Birmingham sem vann C-deildina á Englandi örugglega og munu því spila í Championship deildinni á næstu leiktíð. Hann léek 41 leik í deildinni, skoraði sex mörk og lagði upp sex.

„Þetta var ótrúlega skemmtilegt tímabil, mikið af leikjum, meira en ég er vanur. Það gekk mjög vel hjá liðinu og ég átti mjög fínt tímabil persónulega. Ég mun alltaf muna eftir þessu tímabili. Það var ævintýri að fara á suma velli, ógeðslega gaman," sagði Willum.

Willum er bjartsýnn á að liðið muni ná góðum árangri í Championship deildinni. Liðið stefnir á úrvalsdeildina en Birmingham var síðast meðal þeirra bestu tímabilið 2010/11.

„Klúbburinn, eigendur, þjálfarinn og stuðningsmenn búast eftir miklu. Þeir ætla sér klárlega stóra hluti og ég held að markmiðið verður alltaf sett hátt. Það er ákveðið verkefni sem er í gangi og ég held að allavega á innan við fiimm árum munum við sjá Birmingham í úrvalsdeildinni," sagði Willum.

„Við vorum þannig séð langbesta liðið. Það er líka erfitt stundum, það búast allir við því að þú vinnir þetta auðveldlega og það er auðvelt að klikka þá. Ég held að við gerðum þetta mjög vel að vera besta liðið."
Athugasemdir
banner
banner