Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fim 05. júní 2025 19:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Willum: Munum sjá Birmingham í úrvalsdeildinni á innan við fimm árum
Mynd: Birmingham City
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Skotlandi í æfingaleik ytra á morgun. Fótbolti.net ræddi við WIllum Þór Willumsson, leikmann Birmingham á Englandi um leikinn.

„Það er mikil stemning í kringum fótboltann þannig það ætti að vera góð stemning á vellinum. Þeir eru æstir í fótbolta," sagði Willum Þór.

„Þeir eru með flotta leikmenn í öllum stöðum og nokkra leikmenn sem voru að koma úr hörku tímabili. Það er gaman að spila við góð lið og reyna sig á móti þeim bestu."

Willum átti gott tímabil með Birmingham sem vann C-deildina á Englandi örugglega og munu því spila í Championship deildinni á næstu leiktíð. Hann léek 41 leik í deildinni, skoraði sex mörk og lagði upp sex.

„Þetta var ótrúlega skemmtilegt tímabil, mikið af leikjum, meira en ég er vanur. Það gekk mjög vel hjá liðinu og ég átti mjög fínt tímabil persónulega. Ég mun alltaf muna eftir þessu tímabili. Það var ævintýri að fara á suma velli, ógeðslega gaman," sagði Willum.

Willum er bjartsýnn á að liðið muni ná góðum árangri í Championship deildinni. Liðið stefnir á úrvalsdeildina en Birmingham var síðast meðal þeirra bestu tímabilið 2010/11.

„Klúbburinn, eigendur, þjálfarinn og stuðningsmenn búast eftir miklu. Þeir ætla sér klárlega stóra hluti og ég held að markmiðið verður alltaf sett hátt. Það er ákveðið verkefni sem er í gangi og ég held að allavega á innan við fiimm árum munum við sjá Birmingham í úrvalsdeildinni," sagði Willum.

„Við vorum þannig séð langbesta liðið. Það er líka erfitt stundum, það búast allir við því að þú vinnir þetta auðveldlega og það er auðvelt að klikka þá. Ég held að við gerðum þetta mjög vel að vera besta liðið."
Athugasemdir