Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
   fim 05. júní 2025 19:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Willum: Munum sjá Birmingham í úrvalsdeildinni á innan við fimm árum
Mynd: Birmingham City
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Skotlandi í æfingaleik ytra á morgun. Fótbolti.net ræddi við WIllum Þór Willumsson, leikmann Birmingham á Englandi um leikinn.

„Það er mikil stemning í kringum fótboltann þannig það ætti að vera góð stemning á vellinum. Þeir eru æstir í fótbolta," sagði Willum Þór.

„Þeir eru með flotta leikmenn í öllum stöðum og nokkra leikmenn sem voru að koma úr hörku tímabili. Það er gaman að spila við góð lið og reyna sig á móti þeim bestu."

Willum átti gott tímabil með Birmingham sem vann C-deildina á Englandi örugglega og munu því spila í Championship deildinni á næstu leiktíð. Hann léek 41 leik í deildinni, skoraði sex mörk og lagði upp sex.

„Þetta var ótrúlega skemmtilegt tímabil, mikið af leikjum, meira en ég er vanur. Það gekk mjög vel hjá liðinu og ég átti mjög fínt tímabil persónulega. Ég mun alltaf muna eftir þessu tímabili. Það var ævintýri að fara á suma velli, ógeðslega gaman," sagði Willum.

Willum er bjartsýnn á að liðið muni ná góðum árangri í Championship deildinni. Liðið stefnir á úrvalsdeildina en Birmingham var síðast meðal þeirra bestu tímabilið 2010/11.

„Klúbburinn, eigendur, þjálfarinn og stuðningsmenn búast eftir miklu. Þeir ætla sér klárlega stóra hluti og ég held að markmiðið verður alltaf sett hátt. Það er ákveðið verkefni sem er í gangi og ég held að allavega á innan við fiimm árum munum við sjá Birmingham í úrvalsdeildinni," sagði Willum.

„Við vorum þannig séð langbesta liðið. Það er líka erfitt stundum, það búast allir við því að þú vinnir þetta auðveldlega og það er auðvelt að klikka þá. Ég held að við gerðum þetta mjög vel að vera besta liðið."
Athugasemdir
banner
banner