Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 08. september 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho smellhitti hálfleiksræðuna: Verið kuntur
Mynd: Getty Images
Heimildarþættir um Tottenham Hotspur eru komnir af stað á Amazon og hafa skemmtilegar klippur verið birtar á YouTube.

Ein þeirra er af hálfleiksræðu Jose Mourinho í leik gegn Manchester City. Þar segir hann skýrt við sína menn að þeir séu alltof blíðir á vellinum, þeir séu ekki nægilega miklar kuntur eins og leikmenn Man City.

Staðan var markalaus 0-0 þegar leikmenn gengu inn í hálfleik í febrúar og lét Mourinho í sér heyra.

„Við erum inni í leiknum. Við erum að gefa þeim góðan slag, en það er annað sem ég vil tala um. Þegar þú (Hugo Lloris) varðir vítaspyrnuna, þá settu þeir strax mikla pressu á dómarann til að reyna að fá aðra vítaspyrnu. Þetta er munurinn á liði af kuntum og liði af góðum gaurum," sagði Mourinho.

„Í knattspyrnusögunni þá vinna góðu gaurarnir aldrei. Þannig andskotinn hafi það, verið kuntur. Eins og leikurinn er að spilast þá vita þeir að Toby (Alderweireld) er á gulu spjaldi. Ég lofa ykkur að þeir vita það. Ég lofa. Þannig ég verð að segja að Kyle Walker er á gulu spjaldi, Zinchenko er á gulu spjaldi og Sterling er á gulu spjaldi. Þannig verið kuntur, ekki vera góðir gaurar."

Mourinho smellhitti ræðuna því hans menn fiskuðu Zinchenko af velli á 60. mínútu. Þremur mínútum síðar skoraði Steven Bergwijn og svo innsiglaði Heung-min Son sigurinn.

Tottenham vann 2-0 og átti 3 skot í leiknum gegn 19 skotum Man City.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner