Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 08. september 2021 13:59
Elvar Geir Magnússon
Evrópuleikur Breiðabliks fer fram þrátt fyrir smit innan hópsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmaður í kvennaliði Breiðabliks hefur greinst með Covid-19 veiruna en eftir að hafa fundað með sóttvarnaryfirvöldum er niðurstaðan að enginn leikmaður þarf að fara í sóttkví.

Breiðablik mun því leika seinni leik sinn gegn Osijek í Meistaradeild kvenna á Kópavogsvelli á morgun. Fyrri leikurinn fór 1-1 en sigurliðið mun komast í riðlakeppnina.

Liðin í riðlakeppninni fá að minnsta kosti 60 milljónir króna í verðlaunafé.

Tilkynning frá knattspyrnudeild Breiðabliks
Einn leikmaður úr meistaraflokki kvenna hjá Breiðablik greindist með Covid-19 í gær.

Unnið hefur verið með sóttvarnaryfirvöldum að málinu og er niðurstaðan sú að enginn leikmaður þarf að fara í sóttkví.
Leikur Breiðabliks og Osijek í meistaradeild kvenna mun fara fram á morgun, fimmtudaginn 9. september á Kópavogsvelli kl. 17:00.

Um er að ræða einn stærsta leik félagsins í sögunni og hvetjum við alla til að fylkja sér á bakvið liðið og mæta á völlinn og styðja stelpurnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner