Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. september 2022 17:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópa: Sex breytingar á liði Man Utd og sjö hjá West Ham
Maguire byrjar
Maguire byrjar
Mynd: EPA
Rice er með bandið hjá West Ham
Rice er með bandið hjá West Ham
Mynd: EPA
Fullt af leikjum hefjat klukkan 19:00 Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni. Tvö ensk félög verða í eldlínunni því Manchester United fær Real Sociedad í heimsókn í Evrópudeildinni og West Ham fær FCSB (Steaua) frá Rúmeníu í heimsókn.

Það voru sorglegar fréttir að berast frá Englandi því Buckingham Palace hefur gefið það út að Elísabet önnur, Bretadrottning, hafi í dag látið lífið 96 ára að aldri. Einhver umræða var um hvort leikið yrði á Englandi í kvöld vegna þeirra fregna en staðfest hefur verið að leikirnir fari fram. Mínútuþögn verður fyrir leikina.

Sex breytingar eru á liði Manchester United frá sigrinum gegn Arsenal á sunnudag. David De Gea, Diogo Dalot, Tyrell Malacia, Christian Eriksen og Antony halda sæti sínu í liðinu. Marcus Rashford er ekki í leikmannahópi United. Hjá Sociedad er David Silva í byrjunarliðinu.

Byrjunarlið Manchester United:
De Gea; Dalot, Maguire, Lindelöf, Malacia; Fred, Casemiro, Eriksen; Antony, Ronaldo og Elanga.

Sjö breytingar eru á liði West Ham frá leiknum gegn Chelsea síðasta laugardag. Einungis Vladimir Coufal, Thilo Kehrer, Emerson og Declan Rice halda sæti sínu í liðinu. Flynn Downes byrjar inn á miðsvæðinu og Gianluca Scamacca í fremstu víglínnu.

Byrjunarlið West Ham:
Areola; Coufal, Kehrer, Ogbonna, Emerson; Downes, Rice, Lanzini; Cornet, Scamacca, Benrahma

Elías Rafn Ólafsson er á bekknum hjá Midtjylland sem mætir Sturm Graz í F-riðli Evrópudeildarinnar. Jonas Lössl byrjar annan leikinn í röð í markinu.

Ögmundur Kristinsson er þá ekki í Evrópudeildarhópnum hjá Olympiakos.

Leikir kvöldsins:
EUROPA LEAGUE: Group E
19:00 Man Utd - Real Sociedad
19:00 Omonia - Sherif

EUROPA LEAGUE: Group F
19:00 Lazio - Feyenoord
19:00 Sturm - Midtjylland

EUROPA LEAGUE: Group G
19:00 Freiburg - Qarabag
19:00 Nantes - Olympiakos

EUROPA LEAGUE: Group H
19:00 Rauða stjarnan - Mónakó
19:00 Ferencvaros - Trabzonspor

EUROPA CONFERENCE LEAGUE: Group B
19:00 West Ham - Steaua

EUROPA CONFERENCE LEAGUE: Group E
19:00 Vaduz - Apollon Limassol
19:00 Dnipro - AZ

EUROPA CONFERENCE LEAGUE: Group F
19:00 Molde - Gent
19:00 Shamrock - Djurgarden

EUROPA CONFERENCE LEAGUE: Group G
19:00 Demir Grup Sivasspor - Slavia Prag

EUROPA CONFERENCE LEAGUE: Group H
19:00 Basel - Pyunik
19:00 Slovan - Zalgiris
Athugasemdir
banner
banner
banner