
Aðstoðarþjálfari landsliðsins, Davíð Snorri Jónasson, var í gær orðaður við þjálfarastöðuna hjá danska félaginu Lyngby. Fótbolti.net gat í kjölfarið sagt frá því að Davíð væri ekki að taka við liðinu.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari landsliðsins, sat fyrir svörum á fréttamannafundi á heimavelli PSG í dag en þar mun Íslands spila við Frakkland í undankeppni HM á morgun. Arnar var spurður út í aðstoðarmanninn sinn.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari landsliðsins, sat fyrir svörum á fréttamannafundi á heimavelli PSG í dag en þar mun Íslands spila við Frakkland í undankeppni HM á morgun. Arnar var spurður út í aðstoðarmanninn sinn.
„Það er frábært að vinna með Davíð Snorra, við náum mjög vel saman. Hann tjáði mér þetta áður en þetta kom í blöðin (fjölmiðla), sem var mér mjög vel gert hjá honum," sagði Arnar.
„Hann sagði að hann hefði engan áhuga á því að fara, værum saman í frábæru verkefni; að reyna koma Íslandi á HM."
„Ég gæti ekki beðið um betri þjálfara né traustari samstarfsaðila," sagði landsliðsþjálfarinn.
Davíð Snorri hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari í rúmt ár, fyrst vann hann með Norðmanninum Age Hareide og svo Arnari Gunnlaugssyni frá 15. janúar á þessu ári.
Athugasemdir