Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 23:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
París
Líklegt byrjunarlið Frakka - Tvær breytingar og einungis einn úr ensku
Icelandair
Það er búist við því að Marcus Thuram komi inn fyrir Desire Doue.
Það er búist við því að Marcus Thuram komi inn fyrir Desire Doue.
Mynd: EPA
Theo Hernandez var fenginn til Al Hilal í sumar.
Theo Hernandez var fenginn til Al Hilal í sumar.
Mynd: EPA
Ibrahima Konate hjá Liverpool er eini leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem er í líklegu byrjunarliði fyrir morgundaginn.
Ibrahima Konate hjá Liverpool er eini leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem er í líklegu byrjunarliði fyrir morgundaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:45 að íslenskum tíma annað kvöld hefst leikur Frakklands og Íslands á Prinsavelli í París í undankeppni HM. Bæði lið eru með þrjú stig eftir leiki föstudagsins.

Franskir fjölmiðlamenn búast við því að Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, geri tvær breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn Úkraínu.

Desire Doue byrjaði gegn Úkraínu í þeim leik og meiddist. Ousmane Dembele meiddist einnig, hann kom inn á í hálfleik en náði ekki að klára leikinn.

Búist er við því að Theo Hernandez komi inn í vinstri bakvörðinn fyrir Lucas Digne bakvörð Aston Villa og að Marcus Thuram, sóknarmaður Inter, komi inn fyrir Doue.

Leikmenn franska landsliðsins spila í ítölsku deildinni (3), spænsku (3), þýsku (2), ensku (1), frönsku (1) og í Sádi-Arabíu (1).


Athugasemdir