

Ibrahima Konate hjá Liverpool er eini leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem er í líklegu byrjunarliði fyrir morgundaginn.
Klukkan 18:45 að íslenskum tíma annað kvöld hefst leikur Frakklands og Íslands á Prinsavelli í París í undankeppni HM. Bæði lið eru með þrjú stig eftir leiki föstudagsins.
Franskir fjölmiðlamenn búast við því að Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, geri tvær breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn Úkraínu.
Franskir fjölmiðlamenn búast við því að Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, geri tvær breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn Úkraínu.
Desire Doue byrjaði gegn Úkraínu í þeim leik og meiddist. Ousmane Dembele meiddist einnig, hann kom inn á í hálfleik en náði ekki að klára leikinn.
Búist er við því að Theo Hernandez komi inn í vinstri bakvörðinn fyrir Lucas Digne bakvörð Aston Villa og að Marcus Thuram, sóknarmaður Inter, komi inn fyrir Doue.
Leikmenn franska landsliðsins spila í ítölsku deildinni (3), spænsku (3), þýsku (2), ensku (1), frönsku (1) og í Sádi-Arabíu (1).

Athugasemdir