
Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson undirbýr nú lið sitt fyrir leik gegn Frakklandi í undankeppni HM. Hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag á Prinsavelli, heimavelli PSG, þar sem leikurinn á morgun verður spilaður.
Arnar lék á sínum tíma í Frakklandi, með Sochaux á árunum 1995-97. Hann kom til Sochaux frá ÍA eftir að hafa þar áður verið hjá Feyenoord og Nurnberg, og fór svo frá Sochaux aftur heim til ÍA.
Samkvæmt Transfermarkt lék hann 25 deildarleiki og skoraði fjögur mörk í næst efstu deild Frakklands og skoraði einnig eitt mark í þremur bikarleikjum.
Arnar lék á sínum tíma í Frakklandi, með Sochaux á árunum 1995-97. Hann kom til Sochaux frá ÍA eftir að hafa þar áður verið hjá Feyenoord og Nurnberg, og fór svo frá Sochaux aftur heim til ÍA.
Samkvæmt Transfermarkt lék hann 25 deildarleiki og skoraði fjögur mörk í næst efstu deild Frakklands og skoraði einnig eitt mark í þremur bikarleikjum.
Á fréttamannafundinum var Arnar spurður út í tíma sinn í Frakklandi sem leikmaður.
„Minningarnar eru ekki nægilega góðar. Frábært fólk og gott að búa í Frakklandi, en þú tengir alltaf upplifun þína af hverju landi út frá hvernig þér gekk í fótboltanum og mér gekk bara ekki nægilega vel því miður. En rauðvínið var gott!" segir Arnar.
Leikurinn á morgun hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma.
Landslið karla - HM 2026
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Ísland | 1 | 1 | 0 | 0 | 5 - 0 | +5 | 3 |
2. Frakkland | 1 | 1 | 0 | 0 | 2 - 0 | +2 | 3 |
3. Úkraína | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 - 2 | -2 | 0 |
4. Aserbaísjan | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 - 5 | -5 | 0 |
Athugasemdir