Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 08. október 2017 11:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir: Skiptir engu hverja ég vel í liðið
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er enginn kvíði. Þetta er frábært fyrir þjálfara, það skiptir engu máli hverja ég vel," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag.

Hann var þá spurður út í það hvort hann kvíði því að velja byrjunarliðið fyrir leikinn mikilvæga á móti Kosóvó á morgun. Leikurinn sker úr um það hvort Ísland komist á HM.

Emil Hallfreðsson er að koma aftur úr banni og það eru allir til í slaginn nema Björn Bergmann Sigurðarson.

„Það myndu flestir vilja vera í þessari stöðu," sagði Heimir.

„Það skiptir engu máli hverjir spila, það spila alltaf allir mjög vel í þessu landsliði," sagði hann enn fremur.

Hér að neðan má sjá upptöku frá blaðamannafundinum í dag.



Fótbolti.net er með alla anga úti í umfjöllun um leikinn gegn Kosóvó og hægt er að fylgjast með bak við tjöldin á samskiptamiðlum okkar, þar á meðal Fotboltinet á Snapchat.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu hérna

Staðan? Skoðaðu möguleikana í riðli Íslands

Smelltu hér til að sjá líkegt byrjunarlið

Með því að smella hér má hlusta á ítarlega upphitun fyrir leikinn úr útvarpsþættinum



Athugasemdir
banner
banner
banner