Það eru allir klárir í slaginn hjá íslenska landsliðinu fyrir leikinn mikilvæga á morgun gegn Kosóvó, nema sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson. Þetta staðfesti Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í dag.
Björn Bergmann er meiddur, en hann gat heldur ekki tekið þátt í leiknum gegn Tyrklandi á föstudag.
Björn Bergmann er meiddur, en hann gat heldur ekki tekið þátt í leiknum gegn Tyrklandi á föstudag.
„Björn Bergmann er óleikhæfur, því miður. Það er alveg klárt að hann verður ekki í hóp á morgun," sagði Heimir.
„Það eru aðrir klárir. Eðlilega, allir alvöru íþróttamenn eru klárir og vilja spila svona leiki."
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var með Heimi á fundinum og hann er í góðu standi.
„Ég er góður, stífur bara, en það er vegna þess að ég var ekki búinn að spila eða æfa í eina viku fyrir síðasta leik. En ég er góður og það komu flestir vel undan leiknum. Við erum klárir."
Hér að neðan er upptaka frá blaðamannafundi Íslands.
Fótbolti.net er með alla anga úti í umfjöllun um leikinn gegn Kosóvó og hægt er að fylgjast með bak við tjöldin á samskiptamiðlum okkar, þar á meðal Fotboltinet á Snapchat.
Leikurinn verður í beinni textalýsingu hérna
Staðan? Skoðaðu möguleikana í riðli Íslands
Smelltu hér til að sjá líkegt byrjunarlið
Með því að smella hér má hlusta á ítarlega upphitun fyrir leikinn úr útvarpsþættinum
Verið með okkur á þessum RISA leikdegi með því að nota #fotboltinet kassamerkið á Twitter 🇮🇸🇮🇸🇮🇸 pic.twitter.com/gari9vZKs5
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) October 9, 2017
Athugasemdir