Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. október 2020 21:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjórnarmaður KSÍ gagnrýnir frammistöðu Kolbeins
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann 2-1 sigur á Rúmeníu í kvöld í undanúrslitaleik umspilsins fyrir EM2020 sem fram fer næsta sumar. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands og komu þau í fyrri hálfleik.

Smelltu hér til að lesa textalýsingu úr leiknum.

Íslenska liðið lék vel í leiknum og fengu leikmenn á bilinu 7-9 í einkunn fyrir frammistöðu sína í einkunnagjöf Fótbolta.net

Valgeir Sigurðsson, meðlimur í stjórn KSÍ, tjáði sig á Twitter um frammistöðu liðsins og einstakra leikmanna. Hann talaði um 'landsLIÐ' en spyr svo hvort þetta hafi verið síðasti landsleikur Kolbeins Sigþórssonar sem kom inn á sem varamaður á 75. mínútu í leiknum.

„Eftir leik: Góður sigur Íslands. LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu," skrifaði Valgeir á Twitter eftir leik.

Jón Stefán Jónsson, þjálfari kvennaliðs Tindastóls, spyr Valgeir: „Af hverju síðasti leikur Kolbeins?" og Valgeir svarar: „Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín."


Athugasemdir
banner
banner