Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 08. október 2020 21:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjórnarmaður KSÍ gagnrýnir frammistöðu Kolbeins
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann 2-1 sigur á Rúmeníu í kvöld í undanúrslitaleik umspilsins fyrir EM2020 sem fram fer næsta sumar. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands og komu þau í fyrri hálfleik.

Smelltu hér til að lesa textalýsingu úr leiknum.

Íslenska liðið lék vel í leiknum og fengu leikmenn á bilinu 7-9 í einkunn fyrir frammistöðu sína í einkunnagjöf Fótbolta.net

Valgeir Sigurðsson, meðlimur í stjórn KSÍ, tjáði sig á Twitter um frammistöðu liðsins og einstakra leikmanna. Hann talaði um 'landsLIÐ' en spyr svo hvort þetta hafi verið síðasti landsleikur Kolbeins Sigþórssonar sem kom inn á sem varamaður á 75. mínútu í leiknum.

„Eftir leik: Góður sigur Íslands. LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu," skrifaði Valgeir á Twitter eftir leik.

Jón Stefán Jónsson, þjálfari kvennaliðs Tindastóls, spyr Valgeir: „Af hverju síðasti leikur Kolbeins?" og Valgeir svarar: „Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín."


Athugasemdir
banner