Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. október 2020 20:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland áfram í úrslitaleikinn - Einum leik frá EM
Icelandair
Við erum einum leik frá EM.
Við erum einum leik frá EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 2 - 1 Rúmenía
1-0 Gylfi Þór Sigurðsson ('16 )
2-0 Gylfi Þór Sigurðsson ('34 )
2-1 Alexandru Maxim ('63 , víti)
Lestu nánar um leikinn

Ísland er komið áfram í úrslitaleik umspilsins fyrir EM eftir frábæran sigur gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í kvöld.

Það var hart barist í Laugardalnum enda gríðarlega mikið undir. Á 16. mínútu kom fyrsta mark leiksins og þar var að verki Gylfi Þór Sigurðsson fyrir Ísland.

„Jóhann Berg fær boltann inn á teignum úti hægra megin. Finnur Gylfa Þór sem fer á vinstri fótinn, tekur eina snertingu og lætur svo vaða í nærhornið. Boltinn framhjá eða á milli varnarmanna og Tatarusanu á ekki möguleika í þetta góða skot," skrifaði Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke þegar Gylfi skoraði.

Við héldum áfram eftir markið frá Gylfa. Alfreð Finnbogason skoraði á 27. mínútu, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Tæpt var það, en niðurstaða VAR var rangstaða.

Stuttu eftir rangstöðumarkið kom annað mark Íslands. Aftur var það Gylfi sem skoraði og aftur var það með vinstri fæti. Alfreð Finnbogason lagði markið upp.

Staðan var 2-0 í hálfleik fyrir Ísland. Okkar menn byrjuðu seinni hálfleikinn vel en þegar klukkutími var liðinn af leiknum dró til tíðinda. Eftir langa VAR skoðun dæmdi Damir Skomina, dómari, vítaspyrnu á Ragnar Sigurðsson. Afar umdeildur dómur svo ekki sé meira sagt.

Ragnar setti hendina út þegar hann var að hoppa upp í skallabolta og leikmaður Rúmena fór niður í teignum. Vítaspyrna var dæmd og Alexandru Maxim skoraði af öryggi.

Íslendingar börðust eins og ljón það sem eftir var. Lokamínúturnar voru mjög stressandi, mjög stressandi en við náðum að halda út og landa sigrinum. Frábær sigur og við erum komnir í úrslitaleik um sæti á EM.

Einn sigur í viðbót og við förum í riðli með Frakklandi, Portúgal og Þýskalandi á EM næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner