Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   þri 08. október 2024 18:30
Hafliði Breiðfjörð
Myndir: Ísland æfði á hybrid grasinu í Kaplakrika - Gylfi áfram með - Orri týndur og allir með bleika húfu
Icelandair
Nýju Þjóðadeildarboltarnir voru notaðir á æfingu Íslands í dag.
Nýju Þjóðadeildarboltarnir voru notaðir á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland æfði á hybrid æfingagrasi FH-inga í Kaplakrika í dag en framundan eru leikir við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli. Leikfletinum í Laugardalnum er hlíft og því æft í Hafnarfirðinum í dag og á morgun.

Hér að neðan eru nokkrar svipmyndir af æfingunni í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson sem missti af síðustu tveimur leikjum Vals vegna meiðsla tók fullan þátt í æfingunni þann tíma sem Fótbolti.net mátti taka myndir í dag.

Orri Steinn Óskarsson var mættur frá Spáni þar sem hann býr í dag og var greinilega mjög kalt framan af, rétt leyfði augunum að skjótast fram úr kuldagallanum og íslensku leikmennirnir æfðu með bleika húfu í bleikum október eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Athugasemdir
banner
banner
banner