Yehor Yarmolyuk, sem spilar með enska úrvalsdeildarliðinu Brentford, getur ekki spilað með Úkraínu gegn Íslandi á Laugardalsvelli á föstudaginn.
Yarmolyuk er 21 árs miðjumaður sem hefur spilað alla leiki Brentford í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Frammistaða hans hefur vakið athygli og sagt að Thomas Frank vilji fá hann til Tottenham.
Yarmolyuk verður áfram í úkraínska hópnum en þjálfarinn Sergiy Rebrov vonast enn til þess að geta notað hann gegn Aserbaídsjan á mánudaginn.
Yarmolyuk er 21 árs miðjumaður sem hefur spilað alla leiki Brentford í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Frammistaða hans hefur vakið athygli og sagt að Thomas Frank vilji fá hann til Tottenham.
Yarmolyuk verður áfram í úkraínska hópnum en þjálfarinn Sergiy Rebrov vonast enn til þess að geta notað hann gegn Aserbaídsjan á mánudaginn.
Úkraína verður án nokkurra mikilvægra leikmanna í þessum glugga. Oleksandr Zinchenko, leikmaður Nottingham Forest, er meðal leikmanna sem eru ekki í hópnum þar sem hann er meiddur og í gær dró Viktor Tsygankov, leikmaður Girona á Spáni, sig úr hópnum. Svo einhverjir séu nefndir.
Leikur Íslands og Úkraínu á föstudagskvöldið er feikilega mikilvægur. Ísland er í öðru sæti riðilsins en það gefur þátttöku í umspili um sæti á HM 2026. Úkraína gerði jafntefli við Aserbaídsjan í síðasta glugga.
Seinni leikur Íslands í glugganum er gegn Frökkum á mánudaginn en á sama tíma leikur Úkraína gegn Aserbaídsjan.
Landslið karla - HM 2026
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Frakkland | 4 | 3 | 1 | 0 | 9 - 3 | +6 | 10 |
| 2. Úkraína | 4 | 2 | 1 | 1 | 8 - 7 | +1 | 7 |
| 3. Ísland | 4 | 1 | 1 | 2 | 11 - 9 | +2 | 4 |
| 4. Aserbaísjan | 4 | 0 | 1 | 3 | 2 - 11 | -9 | 1 |
Athugasemdir


