Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. desember 2019 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Arsenal á toppnum - Chelsea lagði Man City
Arsenal er á toppnum.
Arsenal er á toppnum.
Mynd: Getty Images
Arsenal er á toppnum í úrvalsdeild kvenna í Englandi eftir sigur á Íslendingaliði Reading.

Hin hollenska Vivianne Miedema reyndist Reading erfið og skoraði hún tvö mörk. Leikurinn endaði 3-0. Rakel Hönnudóttir var ekki með Reading, en hún hefur verið að glíma við meiðsli.

Arsenal er með tveggja stiga forskot á Chelsea, sem á leik til góða á Arsenal. Chelsea vann góðan sigur gegn Man City í dag. City er í þriðja sæti deildarinnar með 21 stig.

Manchester United er í fjórða sæti með 15 stig. Man Utd hafði betur gegn Everton á heimavelli.

Tottenham vann Brighton, Brimingham lagði Bristol City að velli og Liverpool og West Ham skildu jöfn. Liverpool er á botni deildarinnar með aðeins tvö stig eftir níu leiki.

Úrslit dagsins:
Chelsea 2 - 1 Man City
Man Utd 3 - 1 Everton
Liverpool 1 - 1 West Ham
Tottenham 1 - 0 Brighton
Reading 0 - 3 Arsenal
Bristol City 0 - 2 Birmingham
Athugasemdir
banner
banner