sun 09. janúar 2022 17:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einhver óvæntustu úrslit síðari ára
Miedema og hennar liðsfélagar töpuðu fyrir botnliðinu.
Miedema og hennar liðsfélagar töpuðu fyrir botnliðinu.
Mynd: Getty Images
Það voru hreint út sagt ótrúleg úrslit í úrvalsdeild kvenna á Englandi þennan sunnudaginn.

Arsenal, sem er eitt sterkasta lið deildarinnar, tapaði gegn - það sem þá var - botnliði Birmingham City.

Birmingham hafði ekki unnið deildarleik í meira en ár fyrir leikinn í dag en á einhvern hátt tókst þeim að leggja Arsenal að velli, 2-0. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleiknum og tókst Birmingham að landa sigrinum.

Í liði Arsenal var stórstjarnan Vivianne Miedema en hún fann ekki taktinn og það sama má segja um alla aðra leikmenn liðsins.

Arsenal er á toppi deildarinnar en Birmingham er ekki lengur á botninum; þær eru núna í næst neðsta sæti með fjögur stig eftir 11 leiki. Þetta eru einhver ótrúlegustu úrslit í manna minnum í enska kvennaboltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner