Darren Ferguson, stjóri Peterbrough, var ekki vinsæll á samfélagsmiðlum eftir að hafa komið í veg fyrir fallegt augnablik
Ensku úrvalsdeildarliðin Everton og Fulham komust í kvöld áfram í 4. umferð enska bikarsins.
Leighton Baines og Seamus Coleman sáu um að stýra Everton á meðan félagið leitar að nýjum stjóra.
Darren Ferguson, sonur skosku goðsagnarinnar Sir Alex, er stjóri Peterborough.
Portúigalski sóknarmaðurinn Beto skoraði fyrra mark Everton á 42. mínútu eftir stórkostlega stungusendingu frá hinum 17 ára gamla Harrison Armstrong. Beto sólaði síðan markvörðinn áður en hann lagði boltann í netið.
Mikið hefur verið rætt og ritað um feðgana Ashley og Tyler Young fyrir þennan leik. Ashley er 39 ára gamall á meðan Tyler er 18 ára gamall.
Báðir byrjuðu á bekknum hjá Everton og Peterborough en Ashley kom inn af bekknum í síðari hálfleik. Það var því í höndum Ferguson að skapa fallegt og sögulegt augnablik með því að setja Tyler inn á, en kaus að gera það ekki.
Netverjar skildu ekkert í því að hann hafi ekki sett Tyler inná enda var þetta líklega fyrsta og eina tækifærið fyrir þá feðga til að mætast á vellinum.
Undir lok leiks kláraði Iliman Ndiaye dæmið með marki úr vítaspyrnu. Lokatölur 2-0 og Everton komið áfram í næstu umferð.
Glæsimark Watford ekki nóg gegn Fulham
Fulham fer áfram með Everton í næstu umferð eftir að hafa unnið 4-1 sigur á Watford.
Rodrigo Muniz tók forystuna fyrir Fulham á 26. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Rocco Vata fyrir Watford með stórglæsilegu marki er hann skaut föstu skoti fyrir utan teig og efst upp í hægra hornið.
Heimamenn í Fulham voru skelkaðir en tóku við sér í síðari hálfleik með tveimur mörkum. Raul Jimenez skoraði úr vítaspyrnu á 49. mínútu áður en Joachim Andersen skoraði með góðu skoti úr teignum eftir horspyrnu.
Timothy Castagne gerði út um leikinn með skalla eftir fyrirgjöf Martial Godo undir lokin og þar við sat.
Everton 2 - 0 Peterborough United
1-0 Beto ('42 )
2-0 Iliman Ndiaye ('90 , víti)
Fulham 4 - 1 Watford
1-0 Rodrigo Muniz ('26 )
1-1 Rocco Vata ('33 )
2-1 Raul Jimenez ('49 , víti)
3-1 Joachim Andersen ('65 )
4-1 Timothy Castagne ('85 )
Athugasemdir