Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fim 09. janúar 2025 21:01
Brynjar Ingi Erluson
Sky: Moyes búinn að ræða við Everton og gæti verið kynntur um helgina
David Moyes er að snúa aftur í Everton-gallann
David Moyes er að snúa aftur í Everton-gallann
Mynd: Getty Images
Sky Sports segir að David Moyes sé nálægt því taka aftur við Everton tæpum tólf árum eftir að hafa yfirgefið félagið.

Everton lét Sean Dyche taka poka sinn í dag eftir að hafa aðeins unnið einn af síðustu ellefu leikjum sínum.

Leighton Baines og Seamus Coleman stýra liðinu til bráðabirgða á meðan Everton leitar að arftaka Dyche, en þeir verða ekki lengi á hliðarlínunni því svo virðist sem Everton hafi fundið eftirmann Dyche.

Telegraph greindi frá því fyrr í kvöld að endurkoma Moyes kæmi til greina og gengur Sky svo langt að segja að hann gæti verið kynntur um helgina.

Moyes hefur rætt við Friedkin Group, eigendur Everton, og má vænta þess að samkomulag náist á næstu dögum.

Skoski stjórinn er goðsögn í Liverpool-borg eftir að hafa gert góða hluti með liðið frá 2002 til 2013. Hann kom liðinu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2005 og í úrslit enska bikarsins árið 2009.

Hann stýrði síðast West Ham og vann þar Sambandsdeild Evrópu árið 2023 áður en hann yfirgaf liðið þegar samningur hans rann út eftir síðustu leiktíð.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 20 14 5 1 48 20 +28 47
2 Arsenal 21 12 7 2 41 19 +22 43
3 Nott. Forest 21 12 5 4 30 20 +10 41
4 Newcastle 21 11 5 5 37 22 +15 38
5 Chelsea 21 10 7 4 41 26 +15 37
6 Man City 21 10 5 6 38 29 +9 35
7 Aston Villa 21 10 5 6 31 32 -1 35
8 Bournemouth 21 9 7 5 32 25 +7 34
9 Brighton 21 7 10 4 32 29 +3 31
10 Fulham 21 7 9 5 32 30 +2 30
11 Brentford 21 8 4 9 40 37 +3 28
12 Man Utd 21 7 5 9 26 29 -3 26
13 West Ham 21 7 5 9 27 41 -14 26
14 Tottenham 21 7 3 11 43 32 +11 24
15 Crystal Palace 21 5 9 7 23 28 -5 24
16 Everton 20 3 8 9 15 26 -11 17
17 Wolves 21 4 4 13 31 48 -17 16
18 Ipswich Town 21 3 7 11 20 37 -17 16
19 Leicester 21 3 5 13 23 46 -23 14
20 Southampton 21 1 3 17 13 47 -34 6
Athugasemdir
banner
banner
banner