Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sunderland með alvöru yfirlýsingu
Enzo Le Fee.
Enzo Le Fee.
Mynd: Roma
Sunderland ætlar sér að leika í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, það er nokkuð ljóst.

Félagið hefur allavega sent frá sér alvöru yfirlýsingu með verðandi félagaskiptum Enzo Le Fee.

Hann er að koma til Sunderland á láni frá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Roma. Sunderland mun svo eiga möguleika á því að kaupa hann.

Þetta er mjög athyglisvert en Le Fee var keyptur til Roma á 20 milljónir evra síðasta sumar. Þar hafa hlutirnir ekki alveg gengið upp fyrir hann.

Le Fee þekkir stjóra Sunderland, Regis Le Bris, vel eftir að hafa spilað undir hans stjórn hjá Lorient.

Sunderland er sem stendur í fjórða sæti Championship, þremur stigum frá toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner