Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 09. febrúar 2019 12:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ýmsar viðurkenningar veittar á ársþingi KSÍ
Stjarnan fékk háttvísisverðlaun í Pepsi-deild kvenna.
Stjarnan fékk háttvísisverðlaun í Pepsi-deild kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR fékk Dragostyttu.
KR fékk Dragostyttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Guðni Bergsson.
Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Guðni Bergsson.
Mynd: KSÍ
Hilmar Björnsson hjá íþróttadeild RÚV og Guðni Bergsson.
Hilmar Björnsson hjá íþróttadeild RÚV og Guðni Bergsson.
Mynd: KSÍ
FC Sækó fékk grasrótarverðlaun KSÍ.
FC Sækó fékk grasrótarverðlaun KSÍ.
Mynd: KSÍ
Ársþing KSÍ er hafið, en það fer fram á Hilton Reykjavík Nordica.

Stærsta málið á þinginu er auðvitað formannsslagur Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar, en það er líka margt annað sem fer þarna fram. Meðal annars eru veittar hinar ýmsu viðurkenningar.

Háttvísisverðlaun
Það voru veittar viðurkenningar fyrir háttvísi í deildarkeppni. Dragostytturnar eru veittar í Pepsi-deild karla og Inkasso deildinni en sérstök háttvísiverðlaun í öðrum deildum.

Háttvísiverðlaunin hlutu:

Pepsi-deild kvenna - Kvennabikarinn: Stjarnan

Inkasso deild kvenna: Fylkir

2. deild kvenna: Hvíti Riddarinn

2. deild karla: Afturelding

3. deild karla: KH

4. deild karla: Elliði og Berserkir

Dragostyttur:

Pepsi-deild karla: KR

Inkasso deild karla: Njarðvík

RÚV og Rás 1 fengu fjölmiðlaviðurkenningu
Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir 2018 hlutu RÚV og Rás 1 vegna þáttagerðar og umfjöllunar um HM 2018 og Rás 1 og Guðmundur Björn Þorbjörnsson fyrir útvarpsþættina Markmannshanskarnir hans Alberts Camus.

RÚV hlýtur verðlaunin vegna þáttagerðar og umfjöllunar um HM 2018. Þættir eins og Andstæðingar Íslands (tilnefndir til Edduverðlauna), Draumurinn um HM, Gerska ævintýrið og svo leikirnir sjálfir og þáttagerð í kringum þá.

Rás 1 og Guðmundur Björn Þorbjörnsson hlýtur verðlaunin fyrir útvarpsþættina Markmannshanskarnir hans Alberts Camus. Þættirnir voru fyrst birtir síðla árs 2017, en efni þeirra er tímalaust og segja má að þessir þættir hafi orðið kveikjan að hlaðvarpsþáttunum sem á eftir komu – en hlaðvarp varð afar vinsælt meðal knattspyrnuáhugafólks, og Guðmundur Björn þannig frumkvöðull í innreið hlaðvarps í íslenska íþrótta-fjölmiðlaflóru.

FC Sækó og Þróttur R. fá Grasrótarverðlaun KSÍ
FC Sækó og Þróttur R. hlutu Grasrótarverðlaun KSÍ á 73. ársþingi KSÍ.

FC Sækó

Knattspyrnufélagið FC Sækó hefur frá árinu 2011 boðið upp á knattspyrnu fyrir fólk með geðraskanir, gefið þeim tækifæri til að iðka knattspyrnu og að draga úr fordómum. FC Sækó er skipað notendum geð- og velferðarkerfis Reykjavíkurborgar og Landspítalans, starfsmönnum þess og öðrum sem áhuga hafa á að styðja við verkefnið. Á síðasta ári fékk FC Sækó gullverðlaun UEFA í flokki Grasrótarverkefni ársins og varð þar með fyrsta verkefnið á Íslandi til að hljóta þann heiður.

Knattspyrnufélagið Þróttur

Undanfarin misseri hefur Þróttur Reykjavík boðið upp á göngufótbolta, þar sem fólk á öllum aldri kemur saman til að leika fótbolta á sínum hraða. Þetta form af knattspyrnu hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu að undanförnu. Þróttur hefur verið í framvarðasveit í þessum málaflokki hér á landi en með því að bjóða upp á fótbolta fyrir þennan markhóp hefur Þróttur víkkað starf sitt, fengið fleiri iðkendur og virkjað félagsmenn enn frekar. Þróttur á svo sannarlega hrós skilið fyrir þetta skemmtilega framtak og er það von KSÍ að fleiri félög feti í fótspor Þróttara í náinni framtíð.

KSÍ telur að fyrrnefnd félög séu einstaklega vel að Grasrótarverðlaunum KSÍ komin og óskar þeim innilega til hamingju með sínar viðurkenningar.

ÍA hlýtur dómaraverðlaunin
Dómaraverðlaun KSÍ fyrir árið 2018 hlýtur ÍA. Hjá ÍA er starfandi öflugt dómarafélag, Knattspyrnudómarafélag Akraness (KDA), sem stofnað var árið 1970 og er því orðið 49 ára gamalt.

ÍA og KDA gera árlega með sér samning um að KDA sjái um dómgæslu frá 4. flokki og uppúr. Samstarfið hefur verið ákaflega farsælt og átt mikinn þátt í því að styrkja hið öfluga starf sem unnið er í knattspyrnumálum á Akranesi.
Athugasemdir
banner
banner
banner