Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
   þri 09. febrúar 2021 13:58
Elvar Geir Magnússon
Allan gæti snúið aftur á laugardaginn
Brasilíski miðjumaðurinn Allan gæti snúið aftur til keppni með Everton á laugardaginn þegar liðið mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni.

Allan hefur verið frá síðan um miðjan desember þegar hann meiddist gegn Leicester.

Everton á leik gegn Tottenham í FA-bikarnum annað kvöld en sá leikur kemur of snemma fyrir Allan.

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segir að James Rodriguez sé tæpur fyrir leikinn en hann fann fyrir óþægindum í 3-3 leiknum gegn Manchester United um helgina.

Þá verði staðan á Jordan Pickford skoðuð en en hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla. Robin Olsen hefur staðið í rammanum en hann átti ekki góðan leik gegn United.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
14 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 8 1 1 6 6 18 -12 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir