Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. febrúar 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingibjörg hvetur Amöndu til að velja Ísland
Amanda í leik með Nordsjælland í fyrra.
Amanda í leik með Nordsjælland í fyrra.
Mynd: Nordsjælland
Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðsmiðvörður og leikmaður Vålerenga, sá um Instagram reikning Heimavallarins í gær.

Ingibjörg sýndi þá frá degi sínum í Osló og svaraði spurningum fylgjenda.

Hún var spurð hvort hún gæti reynt að hvetja Amöndu Andradóttur til að velja að leika fyrir íslenska landsliðið. Amanda er dóttir Andra Sigþórssonar og gekk hún í raðir Vålerenga undir lok síðasta árs.

Amanda er sautján ára og heitir fullu nafni Amanda Jacobsen Andradóttir. Hún á að baki tólf unlingalandsleiki í íslenska búningnum en hún getur valið milli Íslands og Noregs þar sem móðir hennar er norsk.

,„Það hefur gengið vel með unglingalandsliði Íslands, ef sá tímapunktur kemur þar sem ég þarf að velja mér landslið þá verður það líklega erfið ákvörðun," sagði Amanda í viðtali í september.

Ingibjörg svaraði spurningunni og sagði: „Er að vinna í því," og merkti Amöndu við færsluna eins og sjá má hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner