Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   þri 09. febrúar 2021 14:53
Hafliði Breiðfjörð
Verið að ganga frá því að Kórdrengir spili í Breiðholti
Frá æfingaleik Leiknis og Kórdrengja í fyrra.
Frá æfingaleik Leiknis og Kórdrengja í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag voru opinberuð drög að leikjaniðurröðun fyrir efstu deildir Íslandsmótsins.

Heimaleikir Kórdrengja eru skráðir á Domusnovavöllinn en samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net er verið að ganga frá því að gervigrasvöllur Leiknis í Breiðholti verði heimavöllur Kórdrengja í sumar.

Kórdrengir komust upp úr 2. deildinni í fyrra en uppgangur þessa unga félags hefur verið mjög hraður.

Síðasta sumar léku Kórdrengir í Safamýrinni en þeir hafa í vetur verið í leit að nýjum heimavelli.

Kórdrengir eiga útileik gegn Aftureldingu í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar en mæta svo Selfossi á heimavelli í 2. umferð, væntanlega á Domusnovavellinum.

Smelltu hér til að sjá leikjadagskrá Lengjudeildar karla
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner