Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
banner
   sun 09. febrúar 2025 17:10
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Svekkjandi tap hjá Bristol City
Mynd: Swansea
Mynd: Getty Images
Bristol City 0 - 1 Swansea
0-1 Josh Tymon ('55)

Bristol City tók á móti Swansea City í eina leik dagsins í Championship deildinni.

Heimamenn í Bristol gátu jafnað Blackburn Rovers á stigum í umspilssæti með sigri en staðan var markalaus eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik.

Bristol átti fleiri marktilraunir en heimamenn voru þó ekki hættulegri heldur en gestirnir frá Wales, sem sigruðu leikinn í síðari hálfleik.

Varnarmaðurinn Josh Tymon skoraði eftir þunga sókn Swansea á 55. mínútu og tókst heimamönnum ekki að jafna.

Tilraunir þeirra voru ekki nægilega góðar gegn skipulagðri vörn Svananna og urðu lokatölur 0-1.

Þetta var fyrsti sigur Swansea eftir sjö leiki án sigurs í öllum keppnum og er liðið í neðri hluta Championship deildarinnar, með 37 stig eftir 31 umferð - fimm stigum á eftir Bristol.
Athugasemdir
banner
banner