fös 09. apríl 2021 16:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær rifjar upp 6-1 tapið: Stolt okkar var sært
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að leikmenn liðsins séu vel minnugir 6-1 tapinu gegn Tottenham í október síðastliðnum fyrir síðari leik liðanna á tímabilinu sem fer fram á sunnudag.

„Ég held að leikmenn minnist þess leiks með miklum sársauka. Stolt okkar var sært," sagði Solskjær í dag.

„Hvernig við töpuðum, við vorum ekki við sjálfir og við vitum það. Við gerðum okkur erfitt fyrir með því að vera manni færri. Undirbúningstímabbilið var stutt og við vorum ekki klárir, við vorum svo lélegir."

„Ég er viss um að einhverjir leikmenn vilji sýna að þeir eru betri en þetta. Mikilvægasta í þessu er að við erum búnir að bæta formið. Við vorum langt á eftir þeim þar. Þetta var þriðji leikur okkar á tímabilinu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner