Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 09. apríl 2024 14:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Finnst Íris hafa hjálpað mér að taka skref fram á við"
Icelandair
Fanney varði markið gegn Póllandi á föstudag.
Fanney varði markið gegn Póllandi á föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íris Dögg kom í Val í vetur.
Íris Dögg kom í Val í vetur.
Mynd: Valur
Landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir ræddi við Fótbolta.net í síðustu viku. Hún var spurð í viðtalinu út í félagsliðið sitt Val og Írisi Dögg Gunnarsdóttur sem gekk í raðir Vals í vetur frá Þrótti. Íris, sem hefur síðustu ár verið í nokkrum landsliðshópum, á að styðja við Fanneyju í sumar.

Fanney, sem er ný orði nítján ára, var aðalmarkvörður Vals í fyrra og er á leið inn í sitt annað tímabil sem aðalmarkvörður liðsins.

Var aldrei spurning í vetur um að þú yrðir áfram hjá Val?

„Nei, ég var bara með fullan fókus þar. Ég vil fá að taka annað tímabil heima og finnst ég ennþá geta lært fullt hér."

Ertu að skoða að fara kannski eftir tímabilið 2024 út í atvinnumennsku?

„Það verðu bara að koma í ljós, sjá hvernig tímabilið spilast. Eins og er þá er bara fullur fókus hér á Íslandi."

Hvernig leggst það í þig að Íris sé komin?

„Bara mjög vel, hún er mest komin til þess að hjálpa mér. Hún er búin að vera frábær, búin að hjálpa mér mjög mikið. Mér finnst hún hafa hjálpað mér að taka skref fram á við og það er mjög gott að hafa hana," sagði Fanney.

Fanney verður líklega í eldlínunni þegar Ísland mætir Þýskalandi í undankeppni EM í dag. Leikurinn hefst klukkan 16:10 og verður í beinni textalýsingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner