KA er samkvæmt heimildum Fótbolta.net í viðræðum við danska miðjumanninn Marcel Römer um að koma til Akureyrar og spila með liðinu í sumar.
Römer er 33 ára miðjumaður og er í dag fyrirliði Lyngby. Hann er að verða samningslaus í sumar en KA ætlar að reyna krækja í hann í þessum mánuði. Römer getur einnig spilað sem djúpur miðjumaður og miðvörður.
Römer er 33 ára miðjumaður og er í dag fyrirliði Lyngby. Hann er að verða samningslaus í sumar en KA ætlar að reyna krækja í hann í þessum mánuði. Römer getur einnig spilað sem djúpur miðjumaður og miðvörður.
Römer lék á sínum tíma sex leiki fyrir U19 og U20 landslið Dana. Hann hefur byrjað þrjá deildarleiki og komið átta sinnum inn á í 24 leikjum Lyngby í Superliga á þessu tímabili. Hann hefur verið ónotaður varamaður í sex af síðustu sjö leikjum liðsins.
Hann á alls að baki 253 leiki í Superliga, hefur skorað 14 mörk og lagt upp 14. Hann hefur verið hjá Lyngby síðan 2019 en hefur einnig leikið með SönderjyskE, HB Köge og Viborg á sínum ferli.
Þess má geta að hann mætti Hallgrími Jónassyni, þjálfara KA, níu sinnum þegar Haddi var að spila í dönsku deildinni.
Hjá Lyngby hefur Römer spilað með Sævari Atla Magnússyni, Kolbeini Finnssyni og Gylfa Sigurðssyni. Á árunum 2021-2023 lék Römer undir stjórn Freys Alexanderssonar. Hann var þá liðsfélagi Eggerts Gunnþórs Jónssonar hjá Sönderjyske.
KA gerði jafntefli við KR í fyrsta leik tímabilsins. Liðinu er spáð 8. sætinu í spá Fótbolta,net og sem ríkjandi bikarmeistari mun KA taka þátt í forkeppni Sambandsdeildarinnar í sumar. Næsti leikur KA er útileikur gegn Víkingi næsta sunnudag.
Athugasemdir